JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2024 15:03 Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Hælisleitendur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun. Við þurfum ekki að líta lengra en til annarra sveitarfélaga hérlendis, eða nágrannalanda, eftir dæmum sem sanna að fyrirkomulagið mun mislukkast. Það mun hvorki verða til góðs fyrir þá 400 einstaklinga sem verður gert að búa við þessar aðstæður, né heldur samfélagið í nærumhverfinu. Það hefur hingað til verið stefna flestra sveitarfélaga hérlendis að tryggja heilbrigða blöndun ólíkra þjóðfélagshópa innan sérhvers hverfis. Þannig megi betur koma í veg fyrir einangrun tiltekinna hópa frá samfélaginu. Barn í erfiðri félagslegri stöðu – hvort sem um ræðir flóttabarn eða fátækt íslenskt barn – getur almennt betur notið tækifæra og ávaxta eigin erfiðis, búi það við blönduð skilyrði fremur en einangrandi og einsleit. Hið sama má segja um fullvaxta fólk. Ísland á nokkuð merka sögu hvað varðar mótttöku innflytjenda og fólks á flótta. Innflytjendur eru nú ómissandi hluti af þjóðlífi okkar og efnahag. Auðsóttasta dæmið eru innflytjendur af pólskumuppruna sem hafa aðlagast íslensku samfélagi með sóma. Við tókum jafnframt við flóttafólki á árum áður, t.d. frá stríðinu á Balkansskaga. Því fólki var dreift um þorp og sveitir, það aðlagaðist bæjarlífinu vel og hefur margt hvert búið hér síðan - auðgað samfélag okkar og gert okkur kleift að njóta hæfileika þess og afurða. Útlendingamálin eru nú einhver flóknustu viðfangsefnin hérlendis. Kostnaður við hælisleitendakerfið vex ár frá ári og krafa samfélagsins um skynsamlega nálgun á málefnið verður æ háværari. Gettó í JL húsinu sem samsvarar tæplega 10% af íbúafjölda Seltjarnarnessbæjar getur ekki talist svar við því ákalli. Úrræðum af þessum toga þarf að dreifa betur, sé ætlunin að hafa þau innan rótgróinna íbúahverfa. Ég vil sannarlega búa í samfélagi sem leggur sitt að mörkum við móttöku fólks á flótta - en engu samfélagi ferst vel að gera meira en það ræður við. Við þurfum að tryggja að þeim sem við tökum á móti séu búin rétt skilyrði, svo þau geti notið hæfileika sinna og hámarkað eigin tækifæri - og við fengið notið krafta þeirra. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun