Nágrannar óskast! Embla Vigfúsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun