Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 6. október 2024 13:31 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. Árið 2019 voru sett netöryggislög á Íslandi á sem leggja skyldur á aðila sem teljast til mikilvægra innviða að tryggja öryggi sinna net- og upplýsingakerfa. Þessi lög byggðu á tilskipun Evrópusambandsins frá árinu 2016 (NIS1). Sú tilskipun hefur nú verið uppfærð innan Evrópusambandsins og eiga aðildarríki að tryggja innleiðingu hennar fyrir 18. október nk. Hin nýja tilskipun, NIS2, er grundvallarlöggjöf þegar kemur að netöryggi í Evrópu. Tilskipunin er víðtæk og kveður á um uppbyggingu á fyrirbyggjandi vörnum gagnvart netógnum með því að koma á virku stjórnkerfi netöryggis. Hún mun ná til gríðarlegs fjölda fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins sem og opinberra aðila. Segja má að hún margfaldi umfang forvera síns, bæði að breidd og dýpt. Ein af þeim lykilbreytingum sem finna má í nýrri tilskipun er sérstakt ákvæði er lýtur að ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækjanna. Þótt vissulega beri stjórnendur almennt ábyrgð á rekstri félaga eða stofnana þá eru hér settar ítarlegar kröfur um ábyrgð þeirra, þekkingu og getu á sviði netöryggis. Stjórnendur geta einnig talist persónulega ábyrgir, og jafnvel vísað tímabundið úr starfi, sé um stórfelldan skort á netöryggi að ræða. Netöryggi sem hluti af rekstraráhættu Ef ekki er tekið fullt tillit til netöryggisáhættu, getur það leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir rekstur fyrirtækja, bæði fyrir fjárhag þess, orðspor og traust. Netöryggi er því ekki lengur aðeins tæknilegt verkefni sem fellur undir upplýsingadeildir fyrirtækja. Þvert á móti á það að vera hluti af stefnumótandi ákvarðanatöku fyrirtækja og vera innleitt í alla starfsemi þess. Rekstraráhætta í tengslum við netöryggi ætti því sjálfkrafa að vera lykilþáttur í áhættustýringu stjórnenda. NIS2-tilskipun Evrópusambandsins gerir í raun skýlausa kröfu um þetta. Hún kveður á um að æðstu stjórnendur beri ábyrgð á netöryggi fyrirtækja sinna, að það sé í samræmi við lagakröfur og alþjóðleg viðmið á þessu sviði. Með þessum reglum er verið að tryggja að stjórnendur sýni virka forystu í netöryggismálum og taki fulla ábyrgð á innleiðingu nauðsynlegra varna. Þetta felur í sér að þeir verða að skilja hvernig stjórnkerfi netöryggis er uppbyggt og hvernig virkni þess er ætlað að ná utan um alla þá áhættuþætti sem steðja að kerfum þeirra og þjónustu. Þeir eiga að hafa yfirumsjón með innleiðingu þessa stjórnkerfis netöryggis. Þjálfun stjórnenda Til að stjórnendur geti sinnt þessari ábyrgð af skilvirkni er þeim einnig gert skylt að afla sér viðeigandi þjálfunar og fræðslu um netöryggi. Þessi þekking hjálpar þeim að greina og skilja helstu netöryggisáhættur og hvernig þær tengjast rekstri fyrirtækisins. Með réttri þjálfun geta stjórnendur tekið upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í netöryggislausnum og byggt upp menningu sem leggur áherslu á netöryggi innan fyrirtækisins. Til að styðja við þetta geta stjórnendur nýtt sér ráðgjafa á sviði netöryggis eða innleitt í skipuriti sínu breytingar sem tryggja innleiðingu stjórnkerfis netöryggis, þ.m.t. framkvæmd áhættumats, val á skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum til varnar þeim ógnum sem að rekstrinum steðja. Ábyrgð stjórnenda verður ekki úthýst til ráðgjafa, öryggisstjóra eða annarra starfsmanna heldur bera þeir alltaf endanlega ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að tryggja öruggan rekstur og lágmarka netöryggisáhættu. Innleiðing netöryggis í daglegan rekstur Innleiðing netöryggis í rekstur fyrirtækja krefst víðtækrar stefnumótunar sem á að ná til allra þátta í starfseminni. Fyrirtæki þurfa að hafa heildræna netöryggisstefnu sem tekur tillit til innra og ytra öryggis, frá tæknilegum innviðum til þjálfunar starfsmanna. Með því að tryggja að netöryggi sé hluti af ákvörðunum á öllum stigum stjórnunar má lágmarka rekstraráhættu og draga úr líkum á að netógnir setji reksturinn í hættu. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun