Þykist vera norskur Ólympíufari á stefnumótaöppum: „Þetta er ógeðslegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2024 09:03 Nicholas Lia hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðila sem þykist vera hann og setur sig í samband við konur á þrítugsaldri á stefnumótaöppum. Óprúttinn aðili hefur þóst vera norski sundkappinn Nicholas Lia á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum undanfarin ár. „Þetta er ógeðslegt. Ég veit að ég á ekki tvífara,“ segir Lia. Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Lia fengið skilaboð frá konum sem hafa látið hann vita að óprúttni aðilinn noti myndir af honum á stefnumótaöppum. „Fyrst í stað pældi ég ekki mikið í þessu. En síðan heyrði ég að aðilinn vildi hitta fólk og sendi mjög beinskeytt skilaboð,“ sagði Lia við NRK. Samkvæmt NRK hafa allavega sex aðgangar verið stofnaðir síðan 2022 þar sem myndir af Lia hafa verið notaðar. Gerviaðgangarnir eru allir með sama notendanafnið: Trym. Hitti Trym á Tinder NRK ræddi við 25 ára konu, Ry Arkeen Albano, sem ræddi við Trym á síðasta ári eftir að leiðir þeirra lágu saman á Tinder. Konunni fannst þetta nánast vera of gott til að vera satt, að hún væri að tala við sundmanninn, en ræddi við hann um skeið. En svo fóru að renna á hana tvær grímur. Lia keppti í fimmtíu metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París.getty/Nikola Krstic „Við spjölluðum saman á kvöldin, um alls konar handahófskennda hluti. En hann tók aldrei mynd af öllu andlitinu sínu eða talaði við mig á FaceTime,“ sagði konan sem hitti Trym aldrei en hana hryllir við tilhugsunina hvað hefði gerst ef hún hefði hitt hann. Vildi láta í sér heyra Lia tilkynnti gerviaðgangana til lögreglu á síðasta ári en málið var látið niður falla. Ekki þóttu nægar upplýsingar fyrir hendi. En Lia vonast til að hann geti lagt sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn svona svikum á stefnumótaöppum og samfélagsmiðlum. „Ég vildi láta í mér heyra, ef eitthvað alvarlegt skyldi gerast,“ sagði hinn 23 ára Lia.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Samfélagsmiðlar Noregur Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira