Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. október 2024 11:31 Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Ég gekk til liðs við Vinstri græn vegna áherslu hreyfingarinnar á umhverfismál og náttúruvernd. Ég menntaði mig á því sviði og hef nær alla mína starfsævi starfað í græna geiranum. Ég brenn fyrir vernd náttúru Íslands og vara við síaukinni ásókn í hálendið, víðernin okkar, heiðar og lítt raskað land. Sem umhverfisráðherra friðlýsti ég um 30 svæði, þ.m.t. Geysi, Goðafoss, Látrabjarg og Gerpissvæðið og stækkaði auk þess Vatnajökulsþjóðgarð og Snæfellsjökulsþjóðgarð umtalsvert. Ég tel friðlýsingar eitt öflugasta verkfærið í náttúruvernd. Baráttan við loftslagsbreytingar er barátta okkar allra, því loftslagið myndar umgjörðina sem mótar vistkerfin og þaðan fáum við fæði og klæði. Loftslagsmálin eru því ekki bara stærsta umhverfismálið heldur líka eitt stærsta velferðarmál þessarar aldar. Velferðarmál eru mér líka afar hugleikin, ekki síst réttindi fatlaðs fólks og örorkulífeyrisþega, en seta mín sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur dýpkað skilning minn og aukið baráttuþrek mitt fyrir bættum kjörum og aðstæðum þessa hóps. Að auka og viðhalda sjálfsögðum mannréttindum í heimi þar sem hægri öfgahyggju vex ásmegin er risastórt verkefni sem ég vil halda áfram að vinna að. Hér má nefna kvenfrelsi, mannréttindi hinsegin fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda. Við sjáum aukna stéttskiptingu í íslensku samfélagi, ekki síst á meðal innflytjenda, og á henni verður að vinna bug. Friðarmálin eru mér einnig hugleikin en stríðsátökum fer fjölgandi í heiminum. Ísland á alltaf að tala fyrir friði og hafna vígvæðingu, enda ekkert jafn skaðlegt fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og hernaður. Þessum málum og mörgum fleirum vil ég halda á lofti sem varaformaður VG, fái ég umboð félaga minna til þess á landsfundi okkar sem hefst í dag. Undanfarna mánuði hef ég sinnt starfi formanns VG og mikil gróska hefur verið í starfi hreyfingarinnar, nýir félagar gengið til liðs við okkur og gamlir félagar snúið aftur. Af þessu fólki er mikill liðsauki og góður heimanmundur fyrir komandi kosningar. Ég vil ásamt nýjum formanni og nýrri stjórn VG fara á fullt í að skipuleggja og undirbúa kosningaveturinn og hleypa glæðum í félagsstarfið í hreyfingunni okkar. Að mínu mati þarf Ísland sterka félagshyggjustjórn á næsta kjörtímabili og ég vil taka þátt í að koma henni á laggirnar, ef við fáum til þess stuðning í kosningum og það tekst að mynda slíka ríkisstjórn utan um málefni sem við setjum á oddinn. Þess vegna býð ég mig fram til endurkjörs sem varaformaður VG. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns VG.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun