Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:30 Elvar Otri Hjálmarsson hefur verið öflugur með Gróttu í upphafi tímabils. vísir / hulda margrét Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver. Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver.
Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira