Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 16:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talar fyrir því að íslensku krónunni verði lagt og allir spili eftir sömu leikreglum hér á landi, með evruna. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“ Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“
Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira