Um Ölfusárbrú og veggjöld Haukur Arnþórsson skrifar 3. október 2024 11:00 Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Ný Ölfusárbrú Vegagerð Vegtollar Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Gjaldtaka af umferð er alþjóðlegt úrræði til að kosta samgöngubætur og varla verður við henni amast. Öllum stærri nýjum verkefnum hér á landi verður líklega mætt með slíku gjaldi. Hins vegar skiptir meginmáli hvernig að henni er staðið. Hún getur orðið mismunandi sanngjörn og mætt sjónarmiðum meðalhófs misvel. Þá getur hún náð misvel til allrar notkunar – og er þá átt við mikilvægi þess að ferðamenn greiði jafnt og landsmenn fyrir innviðanotkun. Ég tel að niðurgreiðslukerfið sem notað er af Sjúkratryggingum fyrir lyfjakaup gæti hentað vel við töku vegagjalda - að breyttu breytanda. Þá á ég við að greiðslur minnki með aukinni notkun og notkun yrði mæld fyrir tiltekið tímabil; hvert tímabil hafi gjaldþak. Allir byrjuðu með autt borð og greiði fullt gjald í upphafi þess. Þannig greiddu þeir sem aka sjaldan – sunnudagsbíltúrsfólkið og ferðamenn sem aka um stuttan tíma hér á landi – fullt gjald, en stórnotendur gætu farið niður undir eða niður í núllið. Svona kerfi mætir sjónarmiðum landsbyggðarfólks og þeirra sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu langt að. En þeir hópar hafa áhyggjur af því að gjaldið verði dreifbýlisskattur. Rökstyðja má að svona kerfi mæti sjónarmiðum meðalhófs. Í fljótu bragði virðist eðlilegast að gjaldfæra pr. bifreið og þá er greiðslan á ábyrgð skráðs eiganda, en líka má hugsa sér að miða greiðsluna við eigandann sem notanda – sem gefur möguleika á að hafa misjafnt gjald fyrir ólíka þjóðfélagshópa eins og gert er í lyfjamálum. Það myndi mæta meðalhófi enn betur – þótt gjaldið verði aldrei þrepaskipt eins og tekjuskattur. Að þessu sögðu skulum við ræða um nýju Ölfusárbrúna. Í fjárlögum segir; „Ölfusárbrú er dæmi um framkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gjaldtaka fyrir akstur um brúna standi undir kostnaði við fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins.“ (bls. 172). Að einungis þeir sem aka um brúna greiði fyrir byggingu hennar segja starfsmenn ríkisábyrgðarsjóðs að gangi ekki upp – og auðvitað þarf ríkisábyrgð vegna framkvæmdanna. Fleiri sjónarmið renna stoðum undir að einstaka vegaframkvæmdir verði ekki gjaldfærðar sérstaklega heldur vegakerfið í heild. Ástæðan er sú að úti á landi þar sem getur bæði þurft að reisa brýr og grafa jarðgöng er ekki næg umferð til að standa undir slíkum framkvæmdum. Enn annað sjónarmið er að við viljum láta ferðamenn greiða fyrir alla notkun innviða okkar – og þá þarf að gjaldfæra fyrir vegakerfið í heild. Annars keyra þeir væntanlega framhjá gjaldheimtustöðunum, í okkar dæmi yfir gömlu Ölfusárbrúna og Víkurskarð. (Upp úr punktum á félagsmiðlum) Höfundur er stjórnsýslufræðingur
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun