Starfsfólkið slegið eftir brunann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 11:02 Eins og sjá má eru miklar skemmdir á húsnæðinu. Vísir/vilhelm Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“ Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Eldurinn kom upp á tannlæknastofunni sem er til húsa í Fellsmúla 26. Rúnar Vilhjálmsson tannlæknir er einn eigenda stofunnar. Hann hefur ekki enn getað farið inn á stofuna til að meta tjón. „Við þurfum að bíða eftir að lögregla ljúki sér af þarna,“ segir Rúnar. Í kjölfar eldsvoða tekur lögregla við rannsókn málsins. Fellsmúli 26 stendur á mörkum Miklubrautar, Grensásvegar og Fellsmúla.Vísir/vilhelm Rúnar vísar til upplýsinga frá slökkviliðinu þess efnis að tjónið hafi verið töluvert, bæði af völdum eldsins og reyks. „Það verður sjálfsagt lokað í einhverja daga eða vikur.“ Ummerkin eru töluverð eftir eldsvoðann og skemmdir miklar.Vísir/vilhelm Um er að ræða nokkuð stóra tannlæknastofu þar sem fimm tannlæknar, þrír tannfræðingar og þrír tannsmiðir taka þátt í rekstri auk annars starfsfólks. Allt í allt um tuttugu manns. „Starfsfólkið er auðvitað slegið yfir þessum fréttum. Við erum að reyna að halda utan um það,“ segir Rúnar. Fyrir mestu sé að enginn hafi slasast. Eins og sjá má var um töluverðan eldsvoða að ræða.vísir/vilhelm Hann segist ekki hafa neina hugmynd um líkleg eldsupptök. Lögregla verði að fá að ljúka sinni rannsókn. Rúnar segir stofuna hafa fengið inni í Grensáskirkju þar sem starfsfólkið vinni að því að komast inn í bókunarkerfið sitt sem sé sem betur fer geymt í skýi enda liggi netþjónn stofunnar niðri. Spónaplötu hefur verið komið fyrir við inngang stofunnar. Lögregla innsiglaði vettvanginn á meðan hann er til rannsóknar.vísir/vilhelm Eldsvoði kom upp á dekkjaverkstæði í sama húsnæði í febrúar. „Það var við hliðina á okkur en þetta er auðvitað alls ótengt. Bara óskemmtileg tilviljun. Það er fyrir mestu að enginn slasaðist og ekkert tjón varð á fólki. Allt hitt má bæta.“
Slökkvilið Tannheilsa Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira