Fóru líka upp á eiginkonuna fyrir besta útsýni landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. september 2024 20:01 Garpur var í góðum félagsskap nú líkt og endranær. Garpur og félagar fóru í þetta skiptið upp á báða toppa Tindfjalla í Okkar eigið Ísland, toppa sem kenndir eru við hjónin Ýmu og Ými. Í þættinum má sjá stórbrotið útsýni sem Garpur segir besta útsýni sem hann hefur fengið á Íslandi. „Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
„Það er ekkert eins og að standa á toppnum á Tindfjöllum,“ segir Garpur meðal annars í þættinum. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu,“ segir Garpur í þættinum þar sem hann ferðast með Sigga Karlssyni, Eddu Sól Ólafsdóttur Arnholtz og Jóhönnu Maríu Steinþórsdóttir Arnholtz. Horfa má á fleiri þætti í seríunni á sjónvarpsvef Vísis. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Gleymdu ekki Ýmu í þetta skiptið Garpur útskýrir meðal annars í þættinum að Tindfjöll séu ferlega þægileg í göngu. Um sé að ræða fjórtán, fimmtán kílómetra leið fram og til baka með sirka sjö hundruð kílómetra hækkun. Að mestu þægileg og aflíðandi hækkun. Á toppi Ýmis er margt að sjá, en hann er tveim metrum hærri en eiginkonan Ýma. „Hér sjáum við nánast allt Ísland. Frá Heklu, yfir Langjökul, Hofsjökul, Fjallabak, Mýrdal, Eyjafjallajökul, Vatnajökul, Kerlingarfjöll. Við erum með allt hérna. Og okkur. Allt sem skiptir máli í lífinu. Þannig að núna gönnum við á næsta topp.“ Garpur útskýrir að Ýma sé kona Ýmis. Þau hafi verið hjón í þúsundir ára. Hann segist aldrei hafa farið upp á Ýmu fyrr en í þetta skiptið. „Fólk fer yfirleitt bara upp á Ými og svo niður. Nú ætla ég að vera hér og segja ykkur: Farið upp á Ýmu. Ýma er geggjuð.“ Garpur útskýrir að það sé töluvert meiri toppatilfinning sem fylgi Ýmu. „Það er sturlað að standa þar upp á, maður er með sama útsýnið í raun og veru en maður fær aðeins meiri toppafíling, sem er rosa gaman. Það er mjög auðvelt að mæla með því að taka bæði hjónin fyrst þú ert að standa í þessu á annað borð en að standa þarna uppi er klárlega besta útsýni sem ég hef fengið á Íslandi.“ Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Tengdar fréttir Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03 Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01 Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21. ágúst 2024 14:03
Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11. ágúst 2024 09:01
Garpur fór niður sviflínu á jökli Garpur Ingason Elísabetarson hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Okkar eigið Ísland sem hafa slegið rækilega í gegn á Vísi. 30. nóvember 2023 10:30