Ræðismaður segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2024 19:31 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði ræðismennina og fór yfir stöðu íslenskra efnahagsmála. Stöð 2/Einar Ræðismaður Íslands í Úkraínu segir að Úkraínumenn muni berjast gegn innrás Rússa þar til landið hljóti fullt frelsi á ný. Stuðningur Íslands við landið væri mjög mikilvægur. Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða en ræðismenn Íslands eru mun fleiri eða 230 víðs vegar um heiminn. Einn af þeim er Andrii Deshchytsia með aðsetur í borginni Lviv í vestuhluta Úkraínu. Á árunum 2008 til 2012 var hann sendiherra Úkraínu fyrir Ísland með aðsetur í Helsinki. Nú þegar hátt í þrjú ár eru frá innrás Rússa segir hann Úkraínumenn staðráðna í að vinna sigur á Rússum, þrisvar sinnum fjölmennari þjóð. Andrii Deshchytsia ræðismaður Íslands í Lviv segir mikinn baráttuanda í Úkraínumönnum sem muni aldrei gefast upp gegn innrás Rússa.Stöð 2/Einar „Baráttuandinn skiptir miklu máli í stríði og baráttuandi Úkraínumanna er mjög mikill,” segir Deshchytsia. Aðstæður væru að sjálfsögðu mjög krefjandi og þreyta í fólki eftir nær þriggja ára baráttu. „En við vitum fyrir hverju við berjumst. Við berjumst fyrir landfræðilegu fullveldi okkar, fyrir frelsið og framtíðina. Og við berjumst fyrir stöðugleika og friði á meginlandi Evrópu,“ segir ræðismaðurinn. Úkraína ætli ekki að láta Rússa komast upp með að fara á svig við alþjóðlög. Margvíslegur stuðningu Íslendinga við Úkraínu væri mjög mikilvægur. „Bæði mánnúðaraðstoðin og hafa samþykkt móttöku á fólki frá Úkraínu. Það eru rúmlega fjögur þúsund manns. Það er farið mjög vel með þau og þau hafa fengið hlýjar móttökur. Þá erum við mjög þakklát fyrir málfluting Íslands á alþjóðavettvangi,” segir Andrii Deshchytsia. Það skipti máli að Íslandi hvetji einnig önnur ríki áfram til stuðnings við Úkraínu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir Ísland að hafa 230 ræðismenn víðsvegar um heiminn.Stöð 2/Einar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ræðismennina í morgun á fyrra degi heimsóknar þeirra til Íslands. Hún segir framlag 230 ræðismanna Íslands ómetanlegt. „Það eru mismunandi rök fyrir mikilvæginu á hverjum stað. En alls staðar er þetta verðmæti fyrir íslenskt samfélag, Íslendinga, verðmætasköpun, menningu, kynningu og þetta mjúka vald sem við stöndum í rauninni á þegar allt kemur til alls,“ segir Þórdís Kolbrún. Elizabeth Sy ræðismaður Íslands í Manialla á Filipseyjum segir að efla mætti samvinnu þjóðanna í tæknimálum.Stöð 2/Einar Elizabeth Sy ræðismaður í Manilla á Filipseyjum segir að efla mætti viðskiptatengsl landanna á sviði tækni. Hún hafi hitt fjölmarga af þeim fjögur þúsund Filipseyingum sem búa á Íslandi og þeir væru mjög ánægðir með dvölina. „Já, þeir eru það. En margir þeirra virðast þó eiga erfitt með að tileinka sér íslenskuna,“ segir Elizabeth Sy.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mjúkt vald Íslands út um allan heim Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að. 30. september 2024 12:14