Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 10:01 Jöklarnir eru nokkuð skítugir vegna sandfoks af hálendinu. En brúnleitur ísinn býr þó til litafegurð eftir að hafa verið hulinn ís í hundruð ára. RAX „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX
Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01
Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02