Kántrígoðsögnin Kris Kristofferson látin Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:39 Kris Kristofferson. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kris Kristofferson er látin, 88 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi andast í faðmi fjölskyldunnar á Hawaii. Kristofferson náði miklum vinsældum á áttunda áratug síðustu aldar með ódauðlegum kántrílögum á borð við Me and Bobby McGee og Help Me Make It Through the Night og Sunday Morning Coming Down. Hann var margverðlaunaður fyrir bæði tónlistina og fékk þrisvar fengið Grammyverðlaun. Hér á landi hélt hann tvenna tónleika, annars vegar í Laugardalshöll árið 2004 og í Eldborgarsal Hörpu árið 2016. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vbqGWTxwZEA">watch on YouTube</a> Hann gerði garðinn sömuleiðis frægan á hvíta tjaldinu, en hann er hvað þekktastur fyrir þriðju útgáfu myndarinnar A Star is Born þar sem hann lék á móti Barböru Streisand. Fyrir þá mynd hlaut hann Golden globe-verðlaun. Fleiri myndir með Kristofferson í aðalhlutverki nutu vinsælda líkt og Pat Garrett & Billy the Kid (1973) og Alice Doesn’t Live Here Anymore” (1974). Hann spilaði með og átti í samstarfi við ótal aðra listamenn og er hljómsveitin The Highwaymen líklega sú þekktasta. Þar voru með honum þeir Willie Nelson, Waylon Jennings og Johnny Cash. Kristofferson þjáðist af heilabilun síðustu ár ævinnar og greindist með Lyme-sjúkdóminn. Hann skilur eftir sig átta uppkomin börn og sjö barnabörn. Bandaríkin Andlát Tónlist Hollywood Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi andast í faðmi fjölskyldunnar á Hawaii. Kristofferson náði miklum vinsældum á áttunda áratug síðustu aldar með ódauðlegum kántrílögum á borð við Me and Bobby McGee og Help Me Make It Through the Night og Sunday Morning Coming Down. Hann var margverðlaunaður fyrir bæði tónlistina og fékk þrisvar fengið Grammyverðlaun. Hér á landi hélt hann tvenna tónleika, annars vegar í Laugardalshöll árið 2004 og í Eldborgarsal Hörpu árið 2016. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vbqGWTxwZEA">watch on YouTube</a> Hann gerði garðinn sömuleiðis frægan á hvíta tjaldinu, en hann er hvað þekktastur fyrir þriðju útgáfu myndarinnar A Star is Born þar sem hann lék á móti Barböru Streisand. Fyrir þá mynd hlaut hann Golden globe-verðlaun. Fleiri myndir með Kristofferson í aðalhlutverki nutu vinsælda líkt og Pat Garrett & Billy the Kid (1973) og Alice Doesn’t Live Here Anymore” (1974). Hann spilaði með og átti í samstarfi við ótal aðra listamenn og er hljómsveitin The Highwaymen líklega sú þekktasta. Þar voru með honum þeir Willie Nelson, Waylon Jennings og Johnny Cash. Kristofferson þjáðist af heilabilun síðustu ár ævinnar og greindist með Lyme-sjúkdóminn. Hann skilur eftir sig átta uppkomin börn og sjö barnabörn.
Bandaríkin Andlát Tónlist Hollywood Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira