„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 22:33 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt og söng aðeins með stuðningsmönnum eftir leik.. vísir / pawel „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn