Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. september 2024 10:38 Arnar Þór Jónsson bauð sig fram til forseta í vor, og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Vísir Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Arnari. Þar segir meðal annars að óstjórn og ofstjórn sé að knésetja íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki. Þróunin sé í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar „Mjög alvarleg staða blasir við, bæði hér og í nágrannalöndum okkar. Stjórnmálaflokkar hafa gengist sérhagsmunahópum á hönd, ríkisvald er í síauknum mæli afhent alþjóðlegum stofnunum. Smáríki tala eins og stórveldin fyrirskipa. Stjórnmálaþróunin virðist vera í átt til miðstýrðrar alheimsstjórnar, þar sem þjóðríkin afhenda fjármuni og vald til alþjóðlegra stofnana, samhliða því að tengslin rofna milli kjósenda og þeirra sem fara með valdið,“ segir í tilkynningunni. Arnar segist hafa fundið mikinn stuðning víða um land þegar hann var í framboði til forseta. Framboðið hafi verið tilraun til að vekja Íslendinga til vitundar um þá öfugþróun sem sé að eiga sér stað í landsmálum. Innviðir séu við það að brotna, og sumir þeirra þegar brotnir. „Lýðræðisflokkurinn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfákvörðunarrétt. Þessi nýju stjórnmálasamtök verða byggð á heiðarleika og þeim gildum sem best hafa reynst. Ég er tilbúinn að fara í þessa baráttu með öllu því hugrakka og velviljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með réttsýni og visku að leiðarljósi, fyrir landið okkar, Ísland.“ Viðræður strönduðu við Miðflokkinn Arnar Þór átti í viðræðum við Miðflokkinn sem fjöruðu út í vikunni. Þá sagði Arnar að snertifletir hafi verið víða, en hann hafi viljað ræða mögulegar breytingar á Miðflokknum. „Samningaviðræður ganga út á það að báðir taki þátt,“ sagði Arnar. Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2021 þangað til hann bauð sig fram til forseta og sagði sig úr flokknum, en þar áður starfaði hann sem héraðsdómari. Árið 2021 tók hann ákvörðun um að láta af störfum sem dómari, en hann sagði umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni. Nokkrum mánuðum áður hafði Arnar sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50
Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. 25. september 2024 15:43
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06