Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 09:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. AP/Pamela Smith Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“ Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira