Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 09:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. AP/Pamela Smith Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“ Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira