„Varnarleikurinn var skelfilegur” Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:30 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur með varnarleikinn í Úlfarsárdal í kvöld. Vísir/Anton Brink Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var niðurlútur eftir tap á móti Fram í Úlfarsárdal í kvöld. Þeim gekk illa að stöðva sóknarmenn Fram og var Ásgeir Örn virkilega óánægður með varnarleik liðsins. „Við erum hundsvekktir. Þetta voru mikil vonbrigði og bara heilt yfir var þetta virkilega slakur leikur af okkar hálfu. Varnarleikurinn var skelfilegur, ekkert flóknara en það. Að fá á sig 21 mark í síðari hálfleik, það er rosa erfitt að vinna leiki þannig,“ sagði Ásgeir Örn. Þjálfarinn vildi sjá mun meiri baráttu hjá sínum mönnum og Framarar nýttu sér andleysi Hafnfirðinga. „Þeir gerðu þetta vel og ekkert af þeim tekið. Ég vil bara að mínir menn geri betur og vona að þeir verða tilbúnir í baráttuna. Það voru engin fríköst, engin ákefð og ekki rassgat að gerast hjá okkur. Fram er gott lið og gekk á lagið, þeir gerðu sitt vel.“ Þrátt fyrir að taka leikhlé snemma leiks þá gekk lítið að blása eldmóð í liðsmenn Hauka. Ásgeir var sáttur með að komast inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks en Haukar gáfu eftir þegar þeir mættu að nýju út í síðari hálfleik. „Fórum yfir það sem við erum búnir að tala um sem gekk í gegnum allan leikinn. Við vorum ógeðslega „soft“ og vorum ekki að mæta þeim. Það var engin pressa á skotmennina og ég var ánægður með það sem gerðist eftir það. Við jöfnum í 10-10 og svo var 16-16 í hálfleik og það var allt í lagi. Í staðinn fyrir að gefa í þá gefum við eftir varnarlega,“ sagði Ásgeir um leik liðsins í kvöld. Hann gat tekið fátt jákvætt út úr leik liðsins í kvöld og var stuttorður er hann var spurður út í það. „Örugglega eitthvað en mér dettur ekkert í hug núna,“ sagði Ásgeir að lokum. Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
„Við erum hundsvekktir. Þetta voru mikil vonbrigði og bara heilt yfir var þetta virkilega slakur leikur af okkar hálfu. Varnarleikurinn var skelfilegur, ekkert flóknara en það. Að fá á sig 21 mark í síðari hálfleik, það er rosa erfitt að vinna leiki þannig,“ sagði Ásgeir Örn. Þjálfarinn vildi sjá mun meiri baráttu hjá sínum mönnum og Framarar nýttu sér andleysi Hafnfirðinga. „Þeir gerðu þetta vel og ekkert af þeim tekið. Ég vil bara að mínir menn geri betur og vona að þeir verða tilbúnir í baráttuna. Það voru engin fríköst, engin ákefð og ekki rassgat að gerast hjá okkur. Fram er gott lið og gekk á lagið, þeir gerðu sitt vel.“ Þrátt fyrir að taka leikhlé snemma leiks þá gekk lítið að blása eldmóð í liðsmenn Hauka. Ásgeir var sáttur með að komast inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks en Haukar gáfu eftir þegar þeir mættu að nýju út í síðari hálfleik. „Fórum yfir það sem við erum búnir að tala um sem gekk í gegnum allan leikinn. Við vorum ógeðslega „soft“ og vorum ekki að mæta þeim. Það var engin pressa á skotmennina og ég var ánægður með það sem gerðist eftir það. Við jöfnum í 10-10 og svo var 16-16 í hálfleik og það var allt í lagi. Í staðinn fyrir að gefa í þá gefum við eftir varnarlega,“ sagði Ásgeir um leik liðsins í kvöld. Hann gat tekið fátt jákvætt út úr leik liðsins í kvöld og var stuttorður er hann var spurður út í það. „Örugglega eitthvað en mér dettur ekkert í hug núna,“ sagði Ásgeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti