Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2024 21:37 Dortmund kom til baka í kvöld. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi. Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira
Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Sjá meira