Við getum ekki beðið í 131 ár Jódís Skúladóttir skrifar 27. september 2024 14:02 Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun