Rúv tapað nærri hálfum milljarði á árinu Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 14:02 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir Rekstrarafkoma Ríkisútvarpsins ohf. var neikvæð um 470 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Tapið er sagt skýrast af eldsumbrotum á Reykjanesskaga, forsetakosningum og íþróttamótum. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir fund stjórnar Rúv þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar segir að fjármálastjóri hafi kynnt bráðabirgðauppgjör fyrir tímabilið janúar til júlí 2024 og áætlaða afkomu fyrir árið í heild. Afkoman í maí til júlí hafi valdið vonbrigðum og verið lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Lakari afkomu megi að hluta rekja til aukins kostnaðar fréttastofu og kostnaðar við dagskrárgerð sjónvarps. Af einstökum liðum vegi þyngst kostnaður vegna forsetakosninganna en við vinnslu rekstraráætlunar ársins hafi ekki legið fyrir að kosið yrði á yfirstandandi ári né að umfangið í kringum kosningarnar yrði jafnmikið og raun bar vitni. Sá kostnaður hafi að mestu leyti fallið til í maí og júní. Þá hafi einnig fallið til talsverður umframkostnaður vegna Eurovision. Tvö hundruð milljóna halli Að óbreyttu stefni rekstrarafkoma félagsins í að verða neikvæð í kringum 200 milljónir króna fyrir árið í heild sinni þrátt fyrir að farið hafi verið í tilteknar ráðstafanir síðastliðið vor til að bæta rekstrarafkomuna. Lakari afkoma kalli á að farið verði í frekari ráðstafanir með það að markmiði að draga eins og kostur er úr neikvæðri afkomu á yfirstandandi ári og til að tryggja að rekstur og sjóðstaða verði komin í viðunandi horf í upphafi næsta rekstrarárs og að rekstur félagsins verði hallalaus árið 2025. Rekstrarafkoman eftir sjö mánuði hafi verið neikvæð um 470 milljónir en sú afkoma gefi þó ekki rétta mynd af áætlaðri afkomu ársins. Annars vegar sé rekstrarafkoma félagsins jafnan lakari fyrri hluta árs en síðari hluta árs og hins vegar hafi verið mjög háar gjaldfærslur á sýningarréttum á íþróttaefni í júní og júlí en þær hafi numið samanlagt 366 milljónum króna í júní og júlí. Þá segir að auglýsingatekjur hafi nánast verið á pari fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við endurskoðaða áætlun. Aðrar tekjur séu um 23 milljónum, 10,7 prósent, yfir áætlun, sem skýrist einkum af styrkgreiðslum og því að miðasala og símakosning vegna Söngvakeppninnar hafi verið umfram áætlun. Sjónvarp hafi verið 46 milljónum króna, fjögur prósent, yfir áætlun, sem skýrist meðal annars af umframútgjöldum vegna Söngvakeppninnar/Eurovision auk frávika í rekstri í maí til júlí. Fréttastofan dýr vegna eldgosanna Umframútgjöld fréttastofu megi nær alfarið rekja til ófyrirséðs og aukins launa- og verktakakostnaðar vegna eldsumbrota á Reykjanesi auk útgjalda vegna forsetakosninga. Framleiðsla hafi verið um 21 milljón króna, 8,3 prósent, umfram áætlun, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði og verktakakaupum umfram sölu sem ætti að jafnast út yfir árið. Afskriftir séu á pari en fjármagnsliðir séu 24,4 milljónum króna, 9,7 prósent, umfram áætlun. „Stjórn áréttaði að niðurstaðan fyrir fyrstu sjö mánuði ársins væri ekki í samræmi við væntingar og ekki síst að sjá þessi auknu frávik í maí-júlí frá uppfærðri áætlun. Á undanförnum stjórnarfundum hafi þeim verið kynnt lakari afkoma og hafi stjórnin ekki fengið nákvæma útfærslu á mótvægisráðstöfunum.“ Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir fund stjórnar Rúv þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar segir að fjármálastjóri hafi kynnt bráðabirgðauppgjör fyrir tímabilið janúar til júlí 2024 og áætlaða afkomu fyrir árið í heild. Afkoman í maí til júlí hafi valdið vonbrigðum og verið lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Lakari afkomu megi að hluta rekja til aukins kostnaðar fréttastofu og kostnaðar við dagskrárgerð sjónvarps. Af einstökum liðum vegi þyngst kostnaður vegna forsetakosninganna en við vinnslu rekstraráætlunar ársins hafi ekki legið fyrir að kosið yrði á yfirstandandi ári né að umfangið í kringum kosningarnar yrði jafnmikið og raun bar vitni. Sá kostnaður hafi að mestu leyti fallið til í maí og júní. Þá hafi einnig fallið til talsverður umframkostnaður vegna Eurovision. Tvö hundruð milljóna halli Að óbreyttu stefni rekstrarafkoma félagsins í að verða neikvæð í kringum 200 milljónir króna fyrir árið í heild sinni þrátt fyrir að farið hafi verið í tilteknar ráðstafanir síðastliðið vor til að bæta rekstrarafkomuna. Lakari afkoma kalli á að farið verði í frekari ráðstafanir með það að markmiði að draga eins og kostur er úr neikvæðri afkomu á yfirstandandi ári og til að tryggja að rekstur og sjóðstaða verði komin í viðunandi horf í upphafi næsta rekstrarárs og að rekstur félagsins verði hallalaus árið 2025. Rekstrarafkoman eftir sjö mánuði hafi verið neikvæð um 470 milljónir en sú afkoma gefi þó ekki rétta mynd af áætlaðri afkomu ársins. Annars vegar sé rekstrarafkoma félagsins jafnan lakari fyrri hluta árs en síðari hluta árs og hins vegar hafi verið mjög háar gjaldfærslur á sýningarréttum á íþróttaefni í júní og júlí en þær hafi numið samanlagt 366 milljónum króna í júní og júlí. Þá segir að auglýsingatekjur hafi nánast verið á pari fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við endurskoðaða áætlun. Aðrar tekjur séu um 23 milljónum, 10,7 prósent, yfir áætlun, sem skýrist einkum af styrkgreiðslum og því að miðasala og símakosning vegna Söngvakeppninnar hafi verið umfram áætlun. Sjónvarp hafi verið 46 milljónum króna, fjögur prósent, yfir áætlun, sem skýrist meðal annars af umframútgjöldum vegna Söngvakeppninnar/Eurovision auk frávika í rekstri í maí til júlí. Fréttastofan dýr vegna eldgosanna Umframútgjöld fréttastofu megi nær alfarið rekja til ófyrirséðs og aukins launa- og verktakakostnaðar vegna eldsumbrota á Reykjanesi auk útgjalda vegna forsetakosninga. Framleiðsla hafi verið um 21 milljón króna, 8,3 prósent, umfram áætlun, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði og verktakakaupum umfram sölu sem ætti að jafnast út yfir árið. Afskriftir séu á pari en fjármagnsliðir séu 24,4 milljónum króna, 9,7 prósent, umfram áætlun. „Stjórn áréttaði að niðurstaðan fyrir fyrstu sjö mánuði ársins væri ekki í samræmi við væntingar og ekki síst að sjá þessi auknu frávik í maí-júlí frá uppfærðri áætlun. Á undanförnum stjórnarfundum hafi þeim verið kynnt lakari afkoma og hafi stjórnin ekki fengið nákvæma útfærslu á mótvægisráðstöfunum.“
Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Sjá meira