Er padda í vaskinum? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2024 11:01 Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mansal Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun