Nýjustu upplýsingar breyta ekki skoðun verkstjórans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 21:02 Frá Bakkafirði þar sem 55 eru skráðir til heimilis samkvæmt Hagstofu Íslands. Vísir/Vilhelm „Umrætt fólk hefur komið vel fram og stend ég enn þá á þeirri skoðun meðan rannsókn málsins á sér stað að þarna er um góða vini og öflugt starfsfólk að ræða.“ Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þetta segir Þórir Örn Jónsson, verkstjóri á Bakkafirði og yfirmaður mannsins sem var handtekinn þar á bæ á mánudaginn, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í dag var greint frá því að pólska parið hafi verið handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu en karlmaðurinn er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna fundust í bænum við aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglu á mánudaginn. Tengist honum ekki á neinn hátt Þórir taldi ástæðu handtökunnar vera að bilað skotvopn í hans eigu var í húsnæði parsins. Byssa Þóris hafi verið í húsinu því að hann hafi beðið pólska karlmanninn um að gera við hana fyrir sig. Spurður hvort að það komi honum á óvart að búnaðurinn og fíkniefni hafi fundist í bænum segir Þórir: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um málin hvað varðar fíkniefni, enda tengist það ekki mér á neinn hátt. Skotvopnið sem fannst í húsinu er skotvopnið mitt og var mjög saklaus skýring á því eins og tekið var fram. Bað nágrannann sem er þekktur fyrir að vera handlaginn um aðstoð við að koma fastri byssu í sundur.“ „Stend enn þá á þeirri skoðun“ Þórir hefur búið í þorpinu ásamt fjölskyldu sinni í fimm ár en hyggst nú flytja úr þorpinu til að flýja neikvæðni og eitraða slúðurmenningu. Í gær lýsti Þórir óánægju sinni vegna vinnubragða sérsveitarinnar en honum blöskraði vegna þessa. Hann sagði sérsveitarmennina dónalega og leiðinlega. Spurður hvort að skoðun hans á vinnubrögðum sérsveitarinnar hafi breyst vegna þeirra upplýsinga sem komu fram í dag svarar Þórir því neitandi. „Ég kom mínum skoðunum á framfæri í grein sem var birt í gær. Fjölmiðlar höfðu samband við mig og svaraði ég þeirra spurningum eftir bestu getu, og lýsti óánægju minni á verklagi sérsveitarinnar og stend enn þá á þeirri skoðun.“ Hann segir að lokum að nú sé best að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi og segist ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Langanesbyggð Lögreglumál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira