Lesskilningur bættur með leikjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2024 20:02 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur Lærum og leikum með hljóðin. Þau opnuðu í dag nýja útgáfu forritsins. vísir/aðsend Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís. Skóla- og menntamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís.
Skóla- og menntamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira