Fyrrum lögmaður Trump vill í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 07:03 Tacopina var verjandi Trump í málaferlum vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga. Trump var fundinn sekur í maí í fyrra. Andrew Kelly-Pool/Getty Images Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum. Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur. Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur.
Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira