Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:45 Arnar Gunnlaugsson er orðaður við starf Hearts en Víkingar hafa ekki heyrt frá skoska félaginu. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira