Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 12:29 Björninn var felldur á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“ Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55