Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:10 Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana. AP/Mike Stewart Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira