Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 19:31 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar. Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar.
Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira