Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 13:40 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon eiginmaður hennar. Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar. Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar.
Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira