Bóf-ar(ion)? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 20. september 2024 11:02 Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Arion banki Fjármálafyrirtæki Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun