Alzheimer - mennska og mildi Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun