Púsluðu sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Þær Hrefna Guðlaugardóttir, Andrea Dan og Ágústa Dan eru fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli. aðsend Þrír Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli sem fram fer á Spáni. Fulltrúar okkar hafa púslað sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar. Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“ Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“
Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23