Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 11:01 Gary Martin í leik með KR Vísir/Daníel Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan: Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Gary skoraði 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild en alls á hann að baki 348 skráða meistaraflokksleiki hér á landi og 189 mörk. Hann vakti mikla athygli innan sem utan vallar og ferillinn einkennist ekki bara af góðum tímum heldur einnig eftirsjá. „Ég sé eftir ýmsu,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar að ég horfi til baka þá er það einna helst að ef ég hefði bara haldið áfram að spila fyrir KR. Spilað þar út ferilinn. Þá væri ég besti framherjinn sem hefur spilað hér á landi. Ég get ekki haldið því fram núna. Fyrir mitt leiti er það nafnbót sem Steven Lennon og Patrick Pedersen gera tilkall í. Það er að segja á eftir Tryggva Guðmundssyni. Ég er hins vegar fullviss að ég væri þá með markametið skráð á mig.“ Patrick Pedersen, Steven Lennon og Tryggvi Guðmundsson eru allir í hundrað marka klúbbi efstu deildarVísir/Samsett mynd Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Hann gekk til liðs við Víking Reykjavík árið 2016 áður en að leið hans lá út þar sem að hann spilaði meðal annars með norska liðinu Lilleström og belgíska liðinu Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Árið 2019 bauðst Gary að snúa aftur hingað til lands og gekk hann þá til liðs við Val. Gary hefur sterkt til þess hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið frá KR á sínum tíma. „Ef ég hefði ekki haldið út til Belgíu og Noregs. Spilað öll tímabil með KR. Þá væri ég kominn fram úr Tryggva í markafjölda. Það er mín skoðun,“ segir Gary og á þar við markamet Eyjamannsins Tryggva Guðmundssonar í efstu deild sem telur 131 mark. „Svo líka bara þegar að ég kem aftur hingað til lands eftir að hafa verið úti í Noregi og Belgíu. Ef ég hefði bara haldið mér í efstu deild eftir að hafa fallið með ÍBV tímabilið 2019. Fundið mér annað lið í efstu deild á þeim tímapunkti í stað þess að taka slaginn í næstefstu deild. Þá hefði ég auðveldlega komist yfir hundrað marka múrinn. Það hefði ekki skipt máli fyrir hvaða lið ég hefði spilað.“ Óhætt er að þetta trufli Gary smávegis. „Ef ég hefði ekki farið þá væri ég líklegast talinn besti framherjinn sem hefur spilað hér. Það er mín skoðun. Fólk mun ekki vera sammála henni. Þá væri ég líka auðveldlega kominn yfir hundrað marka múrinn eins og Steven Lennon og Patrick Pedersen. Mér finnst pirrandi að vera ekki í þessum hundrað marka klúbbi. Ég verð aldrei í því samtali. En þó er sumt sem ég gerði sem þeir hafa ekki gert. Ég fékk gullskóinn í liði sem var versta lið efstu deildar það tímabilið. Þeir hefðu aldrei tekið það skref.“ Brot úr viðtalinu við Gary Martin má sjá hér fyrir neðan:
Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH Valur Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira