Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 15:20 ESA grunar Sjúkratryggingar um ríkisaðstoð. Vísir/Egill Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn. Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn.
Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira