Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 23:01 Mikið hefur gengið á hjá Fylki og mætt á Rúnari Páli í sumar. Vísir/Pawel Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. „Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira