Arnar: Hleyptum þeim sjaldan úr skotgröfunum Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 21:42 Arnar Gunnlaugsson má vera stoltur af gengi liðsins síns undanfarin misseri. Vísir/Hulda Margrét Víkingur mætti heldur betur til leiks í Árbænum í kvöld. Komust snemma yfir og rúlluðu yfir Fylki í 22. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að vera stoltur af ýmsu. Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Arnar sagði í viðtali fyrir leik við Stöð 2 Sport að einkunnarorð dagsins væri miskunnarleysi og það má segja að hann hafi nákvæmlega fengið það. „Við vorum mættir til leiks frá byrjun. Við náðum heljartaki á leiknum og hleyptum þeim voðalega sjaldan úr skotgröfunum. Við herjuðum vel á þá og nýttum færin okkar vel. Ég er hrikalega ánægður með þessa frammistöðu.“ Nikolaj Hansen skoraði annað mark Víkings en var skipt út af á 38. mínútu. Var Arnar Gunnlaugsson byrjaður strax að hvíla eða var þetta varrúðarráðstöfun vegna meiðsla? „Hann var farinn að kvarta aðeins undan lærinu. Þetta var erfiður leikur á móti KR, annað undirlag og menn farnir að stífna. Við tókum enga sénsa með hann.“ Á laugardaginn er bikarúrslitaleikur á móti KA og Arnar hafði orð á því fyrir leik að hann vildi fá að sjá hverjir virkilega vildu spila þann leik. Er ekki verið að setja hann í klemmu með þessari frammistöðu og úrslitum? „Já vá maður. Það er ekki bara það því menn eru líka að koma til baka. Matthías Vilhjálmsson er búinn að vera með þessa gulrót fyrir framan sig í sinni vegferð til baka. Þetta verður heljarinnar hausverkur, það verða einhver brotin hjörtu. Það er ekki bara einhverjir sem ná ekki að byrja heldur það verða líka einhverjir utan hóps. Það er mitt starf. Ég talaði um að liðið þyrfti að vera miskunnarlaust en nú þarf ég að vera miskunnarlaus á laugardaginn.“ Víkingur endar því hið hefðbundna Íslandsmót á toppi deildarinnar. Það skiptir máli upp á uppröðun leikja og mögulegan úrslitaleik milli Blika og Víkings um titilinn. Það skiptir líka máli fyrir Arnar sjálfan og árangur hans undanfarin ár en Víkingur hefur verið á eða við toppinn í ansi langan tíma og mögulega hægt að telja það í árum. „Ég er rosalega stoltur af þessu. Við erum búnir að halda toppsætinu nánast viðstöðulaust í tvö ár sem er gríðarlega góður árangur. Það sýnir góðan stöðugleika og að það er hungur í leikmönnum og hungur í klúbbnum. Það er auðvelt þegar velgengnin er að láta hausinn droppa og fara andlega í frí en við höfum ekki gert það og það er mikið hrós á okkur. Nú tekur við úrslitakeppnin og bikarúrslit á laugardaginn. Það er stemmning í hópnum og það er stemmning í klúbbnum og þannig á það að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur- 0-6 | Miskunnarlausir Víkingar á toppnum Íslandsmeistarar Víkings komu, sáu og sigruðu lánlausa Fylkismenn í Árbænum fyrr í kvöld. Frammistaða Víkings var næsta óaðfinnanleg og enduðu þeir á því að skora sex mörk í leiðinni í toppsæti deildarinnar. 16. september 2024 18:30
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn