Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 20:18 Þröstur er afar svekktur yfir stöðunni sem hann er kominn í sem ellilífeyrisþegi, og hefur leitað á svarta vinnumarkaðinn til að afla sér tekna. facebook „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira