Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2024 19:22 Kristbjörg Anna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, Mohsen Tamimi og Albert Björn Lúðvíksson segja yfirvöld hafa beitt of hörkulegum aðgerðum við brottvísun langveiks drengs úr landi. Föður hans er brugðið. Vísir/Bjarni Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira