Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 14:37 Atena (t.v.) missti stjórn á sér og sveiflaði stól í síðuna á Marçal (t.h.). Skjáskot Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram. Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“ Brasilía Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“
Brasilía Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira