Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar 16. september 2024 12:03 Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Bíó og sjónvarp Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun