Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 13. september 2024 07:02 „Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun