Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 16:52 Hilmar var einn þekktasti matreiðslumeistari landsins og lenti sem slíkur í margvíslegum ævintýrum. Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim. Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik. Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik.
Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira