Kane sá um baráttuglaða Finna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:45 Þessi endaði þó ekki í netinu. Sebastian Frej/Getty Images England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk. Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Fyrir leik sagði Kane að Cristiano Ronaldo væri honum hvatning en Portúgalinn hefur skorað 901 mark á ótrúlegum ferli sínum. Kane sýndi að hann er ágætur í því sem hann gerir en það tók sinn tíma að brjóta ísinn á Wembley í kvöld. Kane skoraði fyrst á 22. mínútu en flaggið fór á loft. Skömmu áður hafði Finnland verið nálægt því að skora. Það gekk illa hjá heimamönnum að skapa sér færi og öll þau skot sem rötuðu á markið varði Lukas Hradecky, staðan því markalaus í hálfleik. Harry Kane is wearing gold boots to mark his 100th England game 🏴 pic.twitter.com/AY0U22slK8— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Í síðari hálfleik jókst sóknarþunginn og loks braut Kane ísinn á 57. mín þegar Finnland tapaði boltanum á eigin vallarhelming. Honum tókst að koma sér í skotstöðu umkringdur leikmönnum Finnlands en þrumaði boltanum í slá og inn frá vítateigslínunni. Frábært mark og staðan orðin 1-0 Englandi í vil. Það var svo þegar stundarfjórðungur var til leiksloka sem Kane gulltryggði sigurinn, aftur með þrumuskoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Harry Kane for the England men's senior side:◉ Most goals scored ◉ Most goals at Wembley ◉ Most goals as captain ◉ Most penalties scored◉ Most goals in a single year◉ Most goals at major tournaments ◉ 1x World Cup Golden Boot◉ 1x EUROs Golden BootThe 10th… pic.twitter.com/Qsm6vX0Wu1— Squawka (@Squawka) September 10, 2024 England byrjar veru sína í B-deild því nokkuð vel en liðið lagði Írland, lærisveina Heimis Hallgrímssonar, 2-0 í fyrsta leik. England því með fullt hús stiga, fjögur mörk skoruð og núll fengin á sig þegar tveimur umferðum er lokið.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira