„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira