„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn