Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Jakob Frímann Magnússon skrifar 10. september 2024 12:33 Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Þá hefjast að nýju ræðurnar og kunnuglegu hendingarnar um „glasið sem ýmist er hálffullt eða hálftómt“, okkur öll á „þessari vegferð eða hinni“ þar sem „hljóð og mynd fara ekki saman“ , en „tilskipunum“ beri að hlýða og stefna að frekari „inngildingum“ þó „gullhúðun“ viðgangist sem aldrei fyrr og að í „áttunarvandanum“ öllum þurfum við vissulega að vera mátulega „woke“ en forðast „gaslýsingar“ eftir megni. Þetta verður stuð! Það sem við blasir ræðst sem fyrr af sjónarhorni og líðan þess sem horfir. Fyrir starfsandann á þinginu og samfélagsandann allan væri auðvitað hollast að stjórnmálaöflin legðust nú öll saman á eitt við að fínstilla og lagfæra það sem betur mætti fara, en svo mun því miður ekki verða nema í örfáum málum. Rétt er að búa sig undir að þurfa að umbera sitthvað á næstunni, m.a. í ljósi þess að eftir u.þ.b. 12 mánuði og 12 daga verður að óbreyttu gengið til Alþingiskosninga og stjórnmálaöflin munu í því ljósi sannarlega leitast við að skerpa verulega á því sem greinir þau hvert frá öðru og freista þess þannig að fanga athygli og hylli kjósenda. Og í sumum tilvikum að halda jafnvel einhverju fram sem er ekki alls kostar rétt, en er bara í svo ómótstæðilega góðu samræmi við það sem viðkomandi vildi að væri rétt. Lítt raunhæfar vangaveltur um að senn verði boðað til kosninga Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, hugnast að líkindum lítt að bæta metið í stystu forsætiráðherratíð Íslandssögunnar. Keppnisskap þessa stjórnmálamanns sem kosinn var til þings 2021 með fleiri atkvæðum en nokkur annar sitjandi þingmaður veit á allt annað. Sömuleiðis er rétt að benda þeim á sem spá stjórnarsamstarfinu örgu, að stöku skeytasendingar innan þessarar ríkisstjórnar eiga sér eðlilegar skýringar: Eftir heila sjö ára sambúð er sjö ára kláðinn alkunni tekinn að læðast aftan að sumum, rétt eins og gerist í fjölmörgum samböndum án þess að slíkt þurfa að kalla á skilnað. Og sjö ár í sömu ríkisstjórn er heillangur tími – ekki síst þegar mjög svo ólíkir flokkar eiga í hlut. Stóru E-in þrjú kunnu að orða það Við í Flokki fólksins höldum fast við okkar grunnstefnu um að afmá þann smánarblett af samfélaginu sem við hljótum öll að skammast okkar fyrir: Að hér skuli fátækum fjölga á sama tíma og ríkidæmi Íslands hefur aldrei verið meira. Það kostar liðlega 40 milljarða að skera þau 10% landsmanna sem hér um ræðir úr viðvarandi fátækrafjötrum. Orð Einars Benediktssonar skáldmærings eiga hér vel við : „Vilji er allt sem þarf“. Og nafni hans Einar Benediktsson Sykurmoli bætti við: „Málið er ekki að geta, heldur að gera!“. 40 milljarða heildarpakki í samhengi 1600 milljarða fjárlaga ætti að vera auðleystur og fjármagnaður með hinu augljósa: Auðlindagjöldum – arðinum af auðlindunum okkar sameiginlegu. Þar er sannarlega nóg til, þó að ekki væri litið nema til hluta arðsins af einu fyrirtæki í sameiginlegri eigu þjóðarinnar - okkar gjöfulu Landsvirkjun. Arðinn af silfri hafsins, landeldinu, hugverkunum, nýsköpuninni og öðru sem hér er í blóma munum við þurfa að nýta til að mæta áskorunum tengdum hækkandi lífaldri, fjölgun nýrra Íslendinga sem ekki hafa greitt hér í lífeyrissjóði og í aðra þá styrkingu og uppbyggingu innviða og samfélagsgæða sem óhjákvæmilega blasir við. Í þessu samhengi mætti vísa til orða sem oftar hafa hljómað úr munni meistara Egils Ólafssonar en nokkurs annars: „Engin vandamál, bara lausnir“. Gleðilegan þingvetur! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun