Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir BSRB og VR. Þau telja mikilvægt að fólk mæti á mótmæli á morgun. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18