Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. september 2024 21:22 Gonzalez á kosningafundi fyrr í sumar. AP Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. Handtökuskipun var gefin út á hendur Gonzales síðasta mánudag en hann er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Spánar segir að Gonzalez og Mercedes López de González eiginkona hans hafi lent á herstöðinni við Torrejon de Ardoz-héraði í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela,“ sagði Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins í yfirlýsingu í tengslum við málið. „Enginn pólitískur leiðtogi ætti að þurfa að leita hælis í öðru landi.“ Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela sagði í tilkynningu á Instagram í dag að yfirvöld hefðu samþykkt brottför Gonzalez úr landi í von um að endurheimta pólitískan frið í landinu. Reuters hefur eftir utanríkisráðuneyti Spánar að engar viðræður hefðu verið milli yfirvalda landanna tveggja um flutning Gonzalez. Miklar óeirðir urðu í Venesúela eftir forsetakosningar þar í landi í júlí, þegar Nicolas Maduro lýsti yfir sigri en Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt kosningarnar vegna ógegnsæis. Bandaríkin, Evrópusambandið og önnur alþjóðleg öfl hafa viðurkennt sigur Gonzalez í kosningunum. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Í umfjöllun Reuters segir að Gonzalez hafi leitað skjóls í sendiráðum bæði Hollands og Spánar eftir kosningarnar í júlí. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Handtökuskipun var gefin út á hendur Gonzales síðasta mánudag en hann er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Spánar segir að Gonzalez og Mercedes López de González eiginkona hans hafi lent á herstöðinni við Torrejon de Ardoz-héraði í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela,“ sagði Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins í yfirlýsingu í tengslum við málið. „Enginn pólitískur leiðtogi ætti að þurfa að leita hælis í öðru landi.“ Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela sagði í tilkynningu á Instagram í dag að yfirvöld hefðu samþykkt brottför Gonzalez úr landi í von um að endurheimta pólitískan frið í landinu. Reuters hefur eftir utanríkisráðuneyti Spánar að engar viðræður hefðu verið milli yfirvalda landanna tveggja um flutning Gonzalez. Miklar óeirðir urðu í Venesúela eftir forsetakosningar þar í landi í júlí, þegar Nicolas Maduro lýsti yfir sigri en Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt kosningarnar vegna ógegnsæis. Bandaríkin, Evrópusambandið og önnur alþjóðleg öfl hafa viðurkennt sigur Gonzalez í kosningunum. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Í umfjöllun Reuters segir að Gonzalez hafi leitað skjóls í sendiráðum bæði Hollands og Spánar eftir kosningarnar í júlí.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57