„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:51 Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sjaldséð mistök hafi kostað hans lið í dag. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira